Cacao
Hvað er cacao og hver eru
líkamlegu áhrif þess
Í dag nýtur ceremonial grade cacao (
hér eftir nefnt cacao) drykkja mikilla vinsælda á Íslandi, ýmist í athöfnum eða almennt yfir daginn. Hér koma nokkur orð um þennan magnaða drykk sem ber að nálgast af virðingu og hófsemi.
Cacao er gert úr kakóhnetum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ þýðir „fæða guðanna“ og rekja má sögu cacao drykkju allt til ársins 1600 f.Kr.
Cacao er ekki það sama og heita súkkulaðið sem við þekkjum flest eða brætt súkkulaði en áður fyrr var það einkum neytt í fljótandi formi líkt og cacao í dag. Um miðja nítjándu öld var súkkulaði fyrst framleitt í föstu formi eins og við þekkjum í dag. Venjulegt kakóduft og súkkulaði er almennt mikið unnið, sem eyðileggur megnið af andoxunarefnunum og flavanólunum. Nýleg rannsókn benti til þess að milli 60-90% af upprunalegu andoxunarefnum í cacao glatist í “venjulegri” vinnslu.
Ceremonial grade cacao er 100% hreint cacao og er alltaf handunnið frá því að hneturnar eru týndar, fræin inní afhýdd, gerjun, ristun og mölun. En uppruni og ytri aðstæður eins og jarðvegur, loftslag og framleiðsluferli hafa áhrif á hverja framleiðslu eins og með aðra fæðu, til að mynda koffín magn og önnur efni. Og því er allt cacao ekki eins.
Cacao sem ofurfæða (e. superfood),
hvað er ofurfæða?
Engin ein skilgreining er til fyrir ofurfæðu en almennt er það fæða sem inniheldur mun hærra magn af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum og öðrum heilsubætandi efnum en önnur fæða. Cacao er fullt af andoxunarefnum, inniheldur mikið af magnesíum og kalki, ásamt járni, sínki, fosfór og kalsíni, svo eitthvað sé nefnt og getur í þeim skilningi talist ofurfæða.
Til að mynda er magn andoxunarefna í cacao margfalt meira en í eplum og bláberjum og rík uppspretta járns. En cacao innheldur ca. 11,9 mg. á hver 100g. En til að mynda þá inniheldur lambakjöt ca. 1,04 mg. járns og spínat ca. 2,71 mg. Athugið að allt plöntubundið járn tilheyrir ekki hemhópi (e.heme) svo til að hámarka virkni járns í cacao þarf sameina það við C-vítamín.
Samkvæmt rannsóknum eykur cacao blóðflæði til heila og útlima um 30-40% sem getur svo haft áhrif á eða aukið einbeitingu, skerpu og úthald. Þá eykur cacao blóðflæði án þess að blóðþrýstingur hækki og hefur því reynst vel fyrir fólk með lágan blóðþrýsting, auk þess er það er vatnslosandi og bólguminnkandi.
Mikilvægt er að gera grein fyrir, rétt eins og með kaffi, að cacao drykkur hefur ólík áhrif á hvern og einn og því áhrif þess einstaklingsbundin, því engin ein regla hvernig fólk þolir neyslu þess.
Cacao inniheldur bæði koffín og þeóbrómín (e. theobromine), sem tilheyra bæði flokki metýlxanþína (e. methylxanthines). Cacao inniheldur lítið magn koffíns, mun lægra en kaffi, en þeóbrómín sem er helsta örvandi efni, getur stuðlað að aukinni orku, blóðflæði og lækkuðum blóðþrýstingi. Mikilvægt er að gera grein fyrir, rétt eins og með kaffi, að cacao drykkur hefur ólík áhrif á hvern og einn og því áhrif þess einstaklingsbundin, því engin ein regla hvernig fólk þolir neyslu þess. Gera má ráð fyrir að einhverjir geti orðið fyrir svefntruflunum ef cacao er drukkið seint að kvöldi eða í miklu magni.
Fyrir þá sem ekki hafa reynslu af cacao drykkju eða ætla sér að drekka cacao að kvöldi til þá er hæfilegur skammtur 21-28 gr. en í athöfn er skammturinn almennt 38-42 gr. Þar sem cacao er ríkt af ólíkum efnum sem geta haft áhrif á líkamann er mikilvægt fyrir fólk að kynna sér möguleg áhrif þess, sér í lagi fólk sem hefur undirliggjandi hjartasjúkdóm, þjáist af eða tekur lyf við kvíða, þunglyndi eða öðru slíku.
Cacao flæðir líkamann af vellíðunar hormónum
Cacao inniheldur fleiri efni sem hafa áhrif á líkamann. Í cacao má finna taugaboðefnið fenýletýlamín (e. Phenylethylamine eða PEA) sem framkallar losun dópamíns, noradrenalíns og serótóníns.
Sem hefur þau áhrif að auka vellíðan, drifkraft, hvatastjórnun og betri skynjun. Fenýletýlamín getur til að mynda örvað gleðistöðvar í heilanum og aukið tilfinningar á borð við aðlöðun og kynferðislega spennu. Í því má einnig finna „ástarlyfið“ tryptófan, en það er amínósýra sem er notuð í framleiðslu á taugaboðefninu serótónín, en í háum styrk getur það kallað fram gleðitilfinningu.
Auk þess inniheldur cacao taugaboðefnið anandamíð (e. Anandamide) sem er oft kallað “The Bliss chemical” sem stuðlar almennt að aukinni vellíðan. Það ber þó að hafa í huga að mörg önnur matvæli innihalda þessi efni og þau eru aðeins í litlu magni í cacao.
Hvort þau andlegu áhrif sem fólk upplifir við það að drekka cacao stafi í raun af líkamlegu áhrifunum sem fólk skynjar svo á andlegan hátt er annað mál, og verður hver að dæma fyrir sig.
Cacao drykkju skal ávallt mæta af virðingu.
Vísindaheimildir
“Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?”
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2885
“Cocoa and Chocolate in Human Health and Disease”
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4696435/
“The relevance of theobromine for the beneficial effects of cocoa consumption” https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/fphar.2015.00030/full
“Cocoa and Cardiovascular Health”
https://www.ahajournals.org/doi/full/10.1161/CIRCULATIONAHA.108.827022
“Cocoa Bioactive Compounds: Significance and Potential for the Maintenance of Skin Health”
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4145303/
“A Neglected Link Between the Psychoactive Effects of Dietary Ingredients and Consciousness-Altering Drugs”
https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/fpsyt.2019.00591/full
“FAAH genetic variation enhances fronto-amygdala function in mouse and human”
https://www.nature.com/articles/ncomms7395
“Phenylethylamine”
https://nootropicsexpert.com/phenylethylamine/
“Theobroma cacao L., the Food of the Gods: A scientific approach beyond myths and claims”
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1043661809002394
“Health Benefits of Methylxanthines in Cacao and Chocolate”
https://www.mdpi.com/2072-6643/5/10/4159/htm
Cocoa and chocolate flavonoids: Implications for cardiovascular health
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0002822302000329?via%3Dihub
USDA Chocolate, dark, 70-85% cacao solids
https://ndb.nal.usda.gov/fdc-app.html#/food-details/170273/nutrients